Á þriðjudagskvöldum kl. 20.00 í október verður haldið námskeið þar sem fjallað verður um Mareinn Lúther í tilefni af 500 ára afmæli siðaskiptanna. Fyrsta kvöldið, 10. október ber yfirskriftina: Gramsað í kolli Lúthers. Hvað var gamalt og hvað var nýtt í þessari guðfræði? Fjallað verður um helstu kenningar hans sem draga má fram í slagorðum siðaskiptanna: Ritningin ein (sola Scriptura), náðin ein (sola Gratia), trúin ein (sola fidei). Námskeiðið er ókeypis.