Næst komandi mánudag, 26. júní, lýkur sýningu Gretar Reynissonar 20 40 60 í safnaðarheimili Neskikju en hún hefur staðið síðan 2. apríl.
“Sá, sem aðeins vill vona, er huglaus; sá sem aðeins vill minnast, er makráður; en sá, sem vill endurtekninguna, er manneskja. Hefði sjálfur Guð ekki viljað endurtekninguna, hefði heimurinn aldrei orðið til. Hann hefði þá annaðhvort haldið auðfarnar slóðir vonarinnar eða afturkallað allt og varðveitt það í endurminningunni.”
Danski guðfræðingurinn Sören Kierkegaard ræðir hér hina sístæðu sköpun sem á sér stað hvert andartak sem tíminn tifar.