Skírdagur 13. apríl
Messa kl. 18. Messan hefst í kirkjunni en færist í hliðarsalinn að dúkuðu borði þar sem brauði og víni verður útdeilt og almennt borðhald. Rætt verður um tengsl altarisgöngunnar við páskamáltíð gyðinga og matarsamfélagið. Þau sem geta eru hvött til að leggja eitthvað til máltíðarinnar. Messunni líkur svo inni í kirkjuskipi. Kór Neskirkju syngur undir stjórn Steingríms Þórhallssonar. Prestur er sr. Steinunn Arnþrúður Björnsdóttir.
Föstudagurinn langi 14. apríl
Píslarsagan lesin og hugleidd kl. 11. Kór Neskirkju syngur undir stjórn Steingríms Þórhalssonar. Prestur er sr. Skúli S. Ólafsson. Í framhaldi fer fram, „Samtal um Gretar”, þar sem Ólafur Gíslason fjallar um sýningu Gretars Reynissonar, 20 40 60.
Páskadagur 16. apríl
Hátíðarmessa kl. 8. Kór Neskirkju syngur undir stjórn Steingríms Þórhallssonar. Hátíðartón sr. Bjarna Þorsteinssonar sungið. Prestar kirkjunnar þjóna. Morgunkaffi og páskahlátur að messu lokinni.
Fjölskylduguðsþjónusta og páskaeggjaleit kl. 11. Sr. Steinunn Arnþrúður Björnsdóttir og Stefanía Steinsdóttir leiða stundina.
Annar í páskum 17. apríl
Fermingarmessa kl. 11. Kór Neskirkju syngur undir stjórn Steingríms Þórhallssonar. Prestar kirkjunnar þjóna.