Stúlknakór Frederiksberg kirkju í Kaupmannahöfn heldur tónleika í Neskirkju þann 31. júlí kl. 17. Aðgangur er ókeypis. Kórinn syngur einnig við messu í kirkjunni kl. 11 sama dag.
Stúlknakórinn, Frederiksberg Sogns Pigekor, var stofnaður árið 1984 og hefur Lis Vorbeck stýrt honum frá upphafi. Í honum eru stúlkur á aldrinum 12 – 20 ára og syngja þær bæði kirkjuleg verk og veraldleg.
Auk þess að syngja reglulega í Fredriksberg kirkju hefur kórinn haldið fjölda tónleika, í Danmörku, Færeyjum, Noregi, Svíþjóð, Finnlandi, Grænlandi, Eistlandi Lettlandi, Hollandi, Belgíu, Þýskalandi, Frakklandi, Japan og Bandaríkjunum, gefið út geisladiska og komið fram í útvarpi og sjónvarpi.
Organisti Frederisberg kirkju, Allan Rasmussen, leikur undir hjá kórnum á tónleikunum og í messunni.
Þegar barnakór Neskirkju var í kórferð í Danmörku í vor tók þessi kór hlýlega á móti honum.