Guðsþjónusta kl. 11. Lítill drengur borinn til skírnar. Sungnir verða skírnarsálmar, bæði algengir og sjaldheyrðari. Svo íhugum við merkingu skírnarinnar, tákn hennar, vatnið og minnumst við skírnar okkar við skírnarfontinn. Félagar úr Kór Neskirkju leiða söng. Undirleik annast María Kristín Jónsdóttir. Prestur er sr. Steinunn A. Björnsdóttir. Eftir messu verður kaffihressing á torginu að vanda.