Sunnudaginn 7. júní kl. 11:00 er að vanda messað í Neskirkju. Kórinn okkar mætir að þessu sinni, fullskipaður og syngur af lífi og sál undir stjórn Steingríms Þórhallssonar. Tónlistin verður því sérstaklega auðug og fjölbreytt en Kór Neskirkju heldur innan tíðar í söngferðalag til Ítalíu. Sjálfsagt verða enn eftir nokkur sumarblóm og ætmeti úr garðhýsi organistans, að loknum kórtónleikunum. Enn má því gera góð gróðurkaup í Neskirkju.
Boðið verður upp á kaffi og kruðerí á Kirkjutorgi að messu lokinni. Prestur er sr. Skúli S. Ólafsson.