Miðvikudagskvöldið 3. júní býður Kór Neskirkju til vortónleika í kirkjunni kl. 20.00. Enginn aðgangseyrir er á tónleikana og er öllum velkomið að koma og hlýða á fallega kórtónlist.
Tónleikarnir eru haldnir í tilefni af tónleikaferð kórsins til Ítalíu og verður efnisskrá fyrirhugaðra tónleika á Ítalíu flutt.
Á efnisskránni kennir margra grasa og eru kórfélagar á einu máli um að hún hafi aldrei verið fallegri. Flutt verða verk eftir tónskáldin Sigurð Sævarsson, Jón Nordal, Þorkell Sigurbjörnsson, G.P da Palestrina, Italo Bianchi, Eric Whitacre og Maurice Duruflé. Þá verða frumflutt á tónleikunum tvö ný verk eftir stjórnanda kórsins, Steingrím Þórhallsson. Það eru Tvær lausavísur Jóhönnu Björnsdóttur og Sjö sinnum það sagt er mér.
Tónleikarnir standa í ríflega klukkustund með stuttu hléi. Hin árlega sumarblómasala til styrktar kórnum verður bæði í hléi og eftir tónleikana. Blómin koma sem fyrr úr umhyggjusamri ræktun kórstjórans.