Miðvkudaginn 13. maí kl. 13:30 halda krossgötugestir í rútur og aka sem leið liggur suður á Hvalsnes. Þar tekur sr. Sigurður Grétar Sigurðsson á móti hópnum og segir þeim frá sr. Hallgrími Péturssyni sem þar þjónaði um tíma. Þaðan verður haldið í Keflavíkurkirkju þar sem boðið verður upp á rjúkandi kaffi og hjónabandssælu með rjóma. Aldargamall helgidómurinn verður skoðaður og sögur sagðar, nýjar og gamlar. Gert er ráð fyrir heimkomu um kl. 17:00.
Allir eru velkomnir!