Í messu sunnudagsins verður fjallað um vísindi og trú í ljósi kenninga Charles Darwin um þróun tegundanna. Stendur trúnni ógn af uppruna tegundanna eða átti kirkjan þátt í hugmyndasmíðum hans. Sigurvin Lárus Jónsson þjónar fyrir altari og prédikar. Í upphafi verður falleg stúlka borin fram til skírnar. Kór Neskirkju flytur verk og leiðir safnaðarsöng undir stjórn Steingríms Þórhallssonar. Barnastarf í safnaðarheimili í umsjón Ara, Andreu og Katrínar. Kaffi og samfélag á Torginu í lokin.