6. desember næstkomandi verður Steingrímur Þórhallsson organisti fertugur. Af því tilefni verður blásið til tónleika þann 22. nóvember klukkan 17:00, í Neskirkju, og verða flutt tónsmíðar eingöngu eftir Steingrím. Flytjendur, auk Steingríms, verða Hallveig Rúnarsdóttir, Pamela De Sensi, Magnús Ragnarsson Melodia og Kór Neskirkju. Frumflutt verður nýtt verk fyrir kór við texta Matthíasar Johannessen og nýtt verk fyrir kontrabassaflautu.
Efnisskrá
Requiem (2012, 2014) f. flautu, altflautu, bassaflautu og kontrabassaflautu
Introitus – Requiem aeternam – f. þverflautu
Graduale – Requiem aeternam – f. altflautu
Tratto – De profundis – f. bassaflautu
Communio – Lux eterna – f. altflautu
Libera me – f. kontrabassaflautu (2014, frumflutningur)
In paradisum – f. þverflautu
Herra mig heiman bú (útsetning frá 2011) Texti Hallgrímur Pétursson Lag Nurnberg 1532
Það húmar nóttin (2011) Texti Sigurður Einarsson
Faðir vor (2014)
Æska og elli (2014) f. blandaðan kór og píanó Ljóð Matthías Johannessen (1930) Frumflutningur
Heyr þú mig nú, himins og jarðar f. sópran og orgel (2014) Úr Lilju Eysteins munks
Agnus dei (2012) f. blandaðan kór
Tveir Davíðssálmar (2011) f. blandaðan kór og orgel
Preludía í takti hjartans f. orgel
Sálmur 23 – Drottinn er minn hirðir f. blandaðan kór
Interludium – Heyr, himnasmiður f. orgel
Sálmur 14 – Heimskinginn segir í hjarta sínu