Fimmtudaginn 23. október verða fjórðu hádegistónleikarnir með Steingrími organista. Þennan fimmtudag verða stafatónleikar og mun Steingrímur spila verk eftir tónskáld sem byrja á stafnum B. Á dagskrá verða tvö afar falleg kóraforspil eftir Brahms, Það aldin út er spurngið og Ó höfuð dreyra drifið en rúsínan í pylsuendanum er öll gotnestka svítan eftir Boellmann. Tónleikarnir hefjast 12:00 og eru um hálftími. Enginn aðgangseyrir.