Barnastarf Neskirkju hefst sunnudaginn 7. september með fjölskylduguðsþjónustu kl. 11. Vikulegt starf verður á mánudögum og þriðjudögum í vetur.
Sunnudagaskólinn í vetur ber yfirskriftina ,,Í sjöunda himni” og verður að vanda blandað saman skemmtun og fræðslu. Umsjón með sunnudagaskólanum hafa Sigurvin æskulýðsprestur, Ari Agnarsson tónlistarmaður, Katrín Helga Ágústsdóttir og Andrea Ösp Andradóttir háskólanemar. Sunnudaskólinn hefst öllu jafna í guðsþjónustu kl. 11 og heldur síðan í safnaðarheimilið eftir sameiginlegt upphaf.
6-7 ára starf verður í vetur á mánudögum kl. 13.40 – 14.20 í kjallara Neskirkju. Börn sem eru í Selinu í Melaskóla er fylgt yfir í kirkjuna. Umsjón hefur æskulýðsprestur auk leiðtoga
8-9 ára starf (Krakkaklúbbur) verður á mánudögum kl. 14.30-15.20 í kjallara Neskirkju. Umsjón hefur æskulýðsprestur auk leiðtoga.
10-12 ára starf (TTT) verður á þriðjudögum kl. 14.30-15.20 í kjallara Neskirkju. Umsjón hefur æskulýðsprestur auk leiðtoga.
Skráning í starfið hefst í næstu viku.