Vegna byls og ófærðar fellur opið hús eldri borgara niður í dag, miðvikudag 6. mars. Sveinn Einarsson ætlaði að ræða um Guðmund Kamban og orðsporið – en þeirri dagskrá verður frestað til „betri tíma.“ Í opnu húsi í næstu viku – 13. mars – verður svo fjallað um Felix Mendelsohm og tónlist hans. Áslaug Gunnarsdóttir mun þá leika og kynna lög Mendelsohns.