Kæri Guð sem sérð fólk, skilur og elskar – og tekur þér stöðu með þeim sem líða vegna eineltis. Styrk þau sem eru niðurlægð, vanvirt, hædd, hjálparlaus, misskilin og yfirgefin. Hjálpaðu þeim að treysta þér sem nærfærnum vini sem verndar. Gef okkur augu til að sjá, vitund sem nemur og huga sem skilur. Hjálpa okkur að standa alltaf með fórnarlömbum og verja þau. Styrk okkur til að mæta ofbeldisfólki með stillingu friðarins og vilja til réttlætis. Hjálpa okkur að rækta með okkur ást til fólks og hugrekki til að bæta samfélag okkar.
Þökk fyrir að við eigum í Jesú Kristi fyrirmynd um samskipti við fólk og lausn ofbeldis. Þökk að þú ert með okkur, gengur leiðina með mannabörnum og verndar alltaf lífið.
Bæn í messu í Neskirkju 4. nóvember, 2012. sáþ