3. og 6. maí ætlar Neskirkja að bjóða pörum og hjónum á rómantískt stefnumót. Í notalegu umhverfi munu sr. Sigurvin Lárus, hjónin sr. Sigurður Árni og Elín, prestshjónin Jóna Hrönn og Bjarni ásamt Magnúsi og Sesselju Thorberg halda líflega og fróðlega fyrirlestra um ást og hjónalíf og ræða um eigin raunir.

Boðið verður upp á léttar veitingar og kertaljós. Rómantíkin verður svo innsigluð í sunnudagskvöldmessu

Fimmtudagur, 3. maí kl. 20:00
Rómantískt stefnumót og veitingar

Sunnudagur, 6. maí kl. 20:00
Rómantísk kvöldmessa

Skráning hafin. Sendið skeyti á sigurvin@neskirkja.is
Rómantískt gjald er kr. 1.000,- á par
Allir velkomnir