MAGNIFICAT, Lofsöngur Maríu mun hljóma í Neskirkju við Hagatorg þriðjudagskvöldið 6. desember n.k. kl. 20:00. Á tónleikunum verða flutt tvö verk, Magnificat BWV 243 eftir Johann Sebastian Bach og Magnificat eftir Steingrím Þórhallsson sem verður frumflutt. Hér gefst tækifæri til að kynnast túlkun tveggja tónskálda á Lofsöng Maríu en tæplega 300 ár skilja að þessar tónsmíðar.
Um 90 einstaklingar koma að þessu tónlistarflutningi en flytjendur eru Kór Neskirkju, Stúlknakór Neskirkju, Bachsveitin í Skálholti og glæsilegur hópur einsöngvara, þau Hallveig Rúnarsdóttir sópran, Jóhanna Halldórsdóttir alt, Ragnhildur Þórhallsdóttir sópran, Gissur Páll Gissurarson tenór og Ágúst Ólafsson bassi. Stjórnandi er Steingrímur Þórhallsson.
Undirbúningur tónleikanna er nú á lokastigi og bíða flytjendur þess með eftirvæntingu að fá að flytja Lofsöng Maríu fyrir tónleikagesti í Neskirkju.
Aðgangseyrir er kr. 3.000 og fást miðar hjá félögum í Kór Neskirkju, við inngang og hjá 12 Tónum