Skiptir fjöldi kirkjugesta máli máli þegar kemur að gildi boðunarinnar? Hvað merkja úrsagnir fólks úr þjóðkirkjunni? Á biskupinn að vera trúarleiðtogi eða stjórnandi fyrst og fremst? Hvort skiptir kirkjustofnunin eða starfið í söfnuðunum meira máli? Birna Guðrún Konráðsdóttir ræðir þessar og fleiri spurningar í erindi sínu um kirkju og þjóð í samtíð og framtíð föstudaginn 7. október. Fyrilestur hefst kl. 12,15. Allir velkomnir.
Súpu er hægt að kaupa frá 11:30 en 15 mínútna erindi hefst kl. 12:15. Birna er fimmti fyrirlesarinn í röð föstudagsfunda sem Framtíðarhópur kirkjuþings efnir til í september og október. Fundirnir eru í safnaðarheimili Neskirkju næstu föstudaga kl. 12:15-13. Eftir framsögur verða umræður. Allir velkomnir