Opna húsinu lýkur með vorferð út í Viðey miðvikudaginn 18. maí. Farið verður frá Neskirkju með rútu kl. 15:10. Báturinn fer frá Skarfaskersbryggju kl. 15:30. Vöfflukaffi verður í Viðeyjarstofu og helgistund í kirkjunni. Litli kórinn – kór eldri borgara syngur. Kostnaður er kr. 1.000.- á þátttakanda. Skráning í síma 511-1560 í síðasta lagi daginn fyrir brottför.