LÆK, Leiklistarstarf Æskulýðsfélaga kirkjunnar er glænýtt starf sem hefst núna í vikunni og verður starfrækt út sumarið. Mánudaginn 4.apríl verður sérstakur kynningarfundur LÆK í Neskirkju. Fundurinn hefst kl.19:30 og hvetjum við alla ungleiðtoga og aðra sem eru á aldrinum 16-22 ára og hafa áhuga á að kynna sér þetta að líta við.
EN HVAÐ ER LÆK?
Stefnt er að því að leikfélagið hittist vikulega á mánudagskvöldum og mun félagið nota safnaðarheimili kirkna á höfuðborgarsvæðinu undir æfingar. Á kvöldæfingunum verða kennd undirstöðuatriði leiklistar og framkomu og starfræktir hópar sem að sinna margvíslegum verkefnum á borð við leikmuna- og búningahönnun, tónlist, tæknimál ofl. Mánaðarlega er síðan stefnt á að koma á fót viðburði í anda þess sem á ensku nefnist Flash mob en þá er sett á svið gjörningur á almannafæri sem innifelur tónlist, dans og leik og er markmið þeirra hverju sinni að vekja athygli á einhverju málefni. Aðsetur og heimilisfang LÆK verður í Neskirkju við Hagatorg.