Hin árlega Ljósamessa verður sunnudaginn 12. des. kl. 11. Væntanleg fermingarbörn lesa aðventutexta og tendra ljós, fara með bænir og „taka utan um“ söfnuðinn á táknrænan hátt. Börnin sem sækja barnastarfið verða við upphaf messunnar en fara síðan til sinna starfa í safnaðarheimiinu. Kaffi, veitinga og spjall á Torginu að messu lokinni. Sr. Örn Bárður Jónsson prédikar og þjónar fyrir altari en Steingrímur Þórhallsson organisti stýrir söng Kórs Neskirkju. Hugvekju Arnar er hægt að nálsgast hér.