Kór Neskirkju getur bætt við sig nokkrum áhugasömum og metnaðarfullum einstaklingum sem vilja taka þátt í fjölbreyttu kórastarfi. Sækjumst sérstaklega eftir nokkrum bössum og sóprönum sem hafa einhverja söngreynslu eða mikinn metnað. Við hverjum þó alla áhugasama til þess að hafa samband. Kunnátta í nótnalestri er æskileg en þó ekki skilyrði fyrir gott fólk.
Raddpróf verða í Neskirkju miðvikudaginn 1. september kl. 16:00 – 18:30 eða eftir samkomulagi.
Aðalæfing kórsins er á miðvikudögum frá 19:00 – 22:00 ásamt einum laugardagsmorgni í mánuði. Að hausti er æfingahelgi í safnaðarheimili kirkjunnar og önnur að vori en þá er farið eitthvað út fyrir Höfuðborgarsvæðið.
Aðalverkefni ársins er Magnificat eftir Bach sem flutt verður í desember 2010 en einnig er stefnt að mörgu skemmtilegu í vor, m.a. kórferð innanlands eða jafnvel, ef Guð og menn lofa, til nágranna okkar í Færeyjum.
Nánari upplýsingar hjá steini@neskirkja.is eða í síma 896-8192.