Kór Neskirkju heldur tónleika í Kristskirkju, Landakoti, miðvikudagskvöldið 2. júní kl. 20:00
Tónleikarnir eru haldnir í tilefni af tónleikaferð kórsins til Suður-Ítalíu og verður efnisskrá fyrirhugaðra tónleika á Ítalíu flutt í Kristskirkju. Tónleikaferð Kórs Neskirkju stendur frá 7. til 14. júní. Haldnir verða þrennir tónleikar í borgunum Tropea, Lamezia Terme og Gerace og eru þeir allir hluti af tónlistarhátíðum hver í sinni borg. Íslensk og erlend tónverk verða til jafns á efnisskránni. Flutt verða m.a. tvö íslensk kórverk sem voru samin sérstaklega fyrir kórinn. Annað er eftir Steingrím Þórhallsson, stjórnanda kórsins og hitt er eftir Gunnar Andreas Kristinsson tónskáld. Einsöngvari á tónleikunum er Hallveig Rúnarsdóttir sópran.
Ókeypis er á tónleikana, en framlög í ferðasjóð kórsins eru vel þegin.
Efnisskrá
Ave Maria, J. Arcadelt – Sicut Cervus, G.P. Palestrina – Exsultate Deo, G.P. Palestrina – Ave Maria, I. Bianchi – Vögguvísa, Jón Leifs – Blue Bird, C.V. Stanford – Piango, che amor, L. Marenzio – Alta Trinita Beata – Ó jómfrú fín, Hróðmar I. Sigurbjörnsson – Pater Noster, Steingrímur Þórhallsson – Heyr þú oss himnum á, Anna S. Þorvaldsdóttir – Ég vil lofa eina þá, Bára Grímsdóttir – Lof sé þér, Guð, fyrir allt sem er, Gunnar A. Kristinsson.