Hamingja skiptir máli. Rannsóknir sýna að hamingjusamt fólk nýtur meiri velgengni og lifir lengur. Jákvæð sálfræði er ný grein innan sálfræðinnar sem fjallar um hvað verður til þess að fólk og stærri samfélög blómstra, öðlast hamingju og lífsfyllingu.

Þriðjudagana 26. janúar, 2., 9., og 16. febrúar verður námskeið um jákvæða sálfræði í Neskirkju kl. 18 – 20.30. Anna Jóna Guðmundsdóttir kennir en hún er með BA í sálfræði og kennir m.a. jákvæða sálfræði.

Ef þú misstir af fyrsta kvöldinu er málið bara að tala við skrifstofuna strax.

Boðið verður upp á létta máltíð. Námskeiðið kostar 4.000,- kr. Skráning í síma 511 1560 eða í gegnum netfangið runar@neskirkja.is.