Messa og barnastarf kl. 11.00. Sameiginlegt upphaf. Raddbandafélag Reykjavíkur syngur. Félagar úr Kór Neskirkju leiða safnaðarsöng. Organisti Steingrímur Þórhallsson. Sr. Þórhildur Ólafs prédikar og þjónar fyrir altari. Messuþjónar aðstoða. Söngur, sögur, brúður, leikir og gleði í barnastarfinu. Umsjón Sigurvin, Ari og Andrea. Samfélag, súpa, brauð og kaffi á Torginu eftir messu.