Næsti fyrirlestur verður þriðjudaginn 10. nóv. 2009 kl. 18 og er hann sá þriðji og síðasti í þessari lotu námskeiðs undir yfirskriftinni Fermingarfræðsla fyrir fullorðna.
Séra Örn Bárður Jónsson, mun m.a. ræða um trúarlíf og köllun kristinna, líf í samfélagi, hvernig trúin snertir daglegt líf og ákvarðanir.
Þú kannt að spyrja: Er þetta námskeið fyrir fólk sem ekki fermdist á unglingsárum? Já og nei. Námskeiðið er einkum ætlað fermdu fólki sem vill fræðast um kristna trú. En ef þú ert ófermd/ur þá má auðvitað líka ræða það sérstaklega! Námskeiðið er opið öllum sem vilja skoða helstu stef kristinnar trúar, ræða þau og íhuga. Vertu velkomin/n!
Kennsla hefst kl. 18 og stendur fram undir kl. 19 en þá verður snæddur kvöldverður og loks haldið áfram með umræðum. Dagskránni endar á helgistund sem verður lokið kl. 20.30.