Messa kl. 11 sunnudaginn 20. sept. Frábært barnastarf á sama tíma í umsjá Sigurvins, Maríu og Ara. Brúður og leikir. Börnin mála bænasteina. Sjá næstu frétt hér fyrir neðan. Örn Bárður messar ásamt messuþjónum, félögum úr Háskólakórnum og Steingrími organista. Súpa, brauð og kaffi á Torginu eftir messu. Rætt verður um tvær heimsfrægar systur og mann með reynslu af bæði kreppu og góðæri. Texta dagsins er hægt að lesa hér og ræðuna geturðu lesið og hlustað á hér.
Gróska og gleði í húsi Guðs! Vertu velkomin/n!