Dr. Ann Belford Ulanov sem er prófessor í geðlæknisfræði og trúarbragðafræði við Union Theological Seminary í New York heldur fyrirlestur í safnaðarheimili Neskirkju, sunnudaginn 6. september n.k..
Fyrirlesturinn fjallar um þær áskoranir sem þegnar þjóðar standa frammi fyrir þegar að kreppir að líkt og nú hefur gerst á Íslandi og um viðbrögð mannlegrar vitundar við slíkar aðstæður.
Dr. Ann Belford Ulanov sem er prófessor í geðlæknisfræði og trúarbragðafræði við Union Theological Seminary í New York heldur fyrirlestur í safnaðarheimili Neskirkju, sunnudaginn 6. september n.k..
Fyrirlesturinn fjallar um þær áskoranir sem þegnar þjóðar standa frammi fyrir þegar að kreppir að líkt og nú hefur gerst á Íslandi og um viðbrögð mannlegrar vitundar við slíkar aðstæður.
Ann hefur skrifað fjölmargar bækur, sumar þeirra eru metsölubækur eins og Religion and the Spiritual in Carl Jung; The Healing Imagination: The Meeting of Psyche and Soul og Picturing God.
Ann starfar sem sálgreinir í New York borg. Hún frábær fyrirlesari með einstaklega djúpa innsýn inn í mannlegt hugarfar og tilfinningu, menningu og meðferðarvinnu.
Sálfræðingar, geðlæknar, læknar, félagsráðgjafar, prestar, djáknar, guðfræðingar, heimspekingar, viðskiptafræðingar, hagfræðingar og allir þeir aðrir sem hafa áhuga á mannlegum kjörum eru hvattir til að nýta sér þetta einstaka tækifæri.
Fyrirlesturinn er öllum opinn og aðgangur er ókeypis.
Heimsókn Ann Belford Ulaonv til Íslands í samstarfi við Háskóla Íslands, Guðfræðistofnun Háskóla Íslands, Fulbright stofnunina og Sendiráð Bandaríkjanna á Íslandi.