Messa og barnastarf 2. nóv kl. 11

Félagar úr Kór Neskirkju leiða safnaðarsöng. Organisti Steingrímur Þórhallsson. Sr. Örn Bárður Jónsson prédikar og þjónar fyrir altari. Messuþjónar aðstoða. Börnin byrja í kirkjunni en fara síðan í safnaðarheimilið. Umsjón með barnastarfi hafa Sunna Dóra, María, Andrea og Ari. Súpa, brauð, kaffi og samfélag á Torginu eftir messu. Fyrirbæn með smurningu og handayfirlagningu upp úr [...]

By |2008-11-01T17:39:12+00:001. nóvember 2008 17:39|

Reiðin og Íslandshrun

Trúnaður rofnar, reiði magnast og traust minnkar. Ólánið er ótrúlegt, en mesti skaði okkar Íslendinga er menningarlegur, varðar innrætið í samfélagi okkar. Hvað er til ráða? Prédikun sr. Sigurðar Árna Þórðarsonar 26. október 2008 er á tru.is eða handan þessarar smellu.

By |2008-10-26T15:05:25+00:0026. október 2008 15:05|

Sunnudagurinn 26. október

Messa og barnastarf kl. 11. Kór Neskirkju leiðir safnaðarsöng. Organisti Steingrímur Þórhallsson. Sr. Sigurður Árni Þórðarson prédikar og þjónar fyrir altari. Messuhópur þjónar. Börnin byrja upp í kirkju en fara síðan í safnaðarheimilið. Söngur, sögur, brúður, leikir og gleði. Umsjón hafa þau Sunna Dóra, Andrea og Ari. Eftir messu er boðið upp á súpu, brauð, [...]

By |2008-10-25T15:58:20+00:0025. október 2008 15:58|

Leiksýning fyrir börn

Öllum börnum í Nessókn er hér með boðið á leiksýningu í Neskirkju. Stoppleikhópurinn sýnir verkið Ósýnilegi vinurinn eftir barnabókahöfundinn Kari Vinje. Sýningin verðu í Neskirkju laugardaginn 25. október kl. 15 og eru öll börn velkomin meðan húsrúm leyfir. […]

By |2008-10-23T00:00:00+00:0023. október 2008 00:00|

Opið hús

Miðvikudaginn 22. október kemur Jónas Ingimundarson píanóleikari í heimsókn og talar um tónlistina og lífið. Kaffiveitingar á Torginu í upphafi. Opið hús er alla miðvikudaga kl. 15. Umsjón með starfinu hefur Hjörtur Pálsson.

By |2008-10-22T09:52:14+00:0022. október 2008 09:52|

Biblíumatur í Neskirkju á fimmtudögum

Jesús var veislumaður, en hvers konar mat borðaði hann? Hverjar eru matarhefðir Biblíunnar? Næstu fimmtudagshádegi verður eldaður biblíumatur í eldhúsi kirkjunnar og matarmenningin kynnt. Sr. Sigurður Árni Þórðarson og Ólafía Björnsdóttir og elda. Fimmtudaginn 23. október, verður á borðum Freisting ísaks: Fíkjulamb Rebekku og Jakobs. Kynning hefst kl. 12. Biblían þjónar lífinu, hinu líkamlega líka. [...]

By |2008-10-22T00:00:00+00:0022. október 2008 00:00|

Stækkum faðminn

Áföll hafa dunið yfir samfélag okkar. Þegar að kreppir þörfnumst við næðis, til að jafna okkur og átta. Kirkjan starfar í hverfinu og hún er fyrir mannlífið allt. Í kirkjunni er staður fyrir bænir, fyrir samræður, fundi, hlátur og grát. Hér er opið bréf okkar í Neskirkju til fólksins í hverfinu. […]

By |2008-10-21T21:25:39+00:0021. október 2008 21:25|

Maríukjúklingur

„Ég kem nú ekki oft í kirkju,“ sagði kona við mig, en ég stóðst ekki þessa freistingu. Þetta var góður matur, bætti hún við. Fjölmenni var í fyrstu biblíumáltíð Neskirkju, sem eru á fimmtudögum í hádeginu. Biblíumatur er bragðgott heilsufæði. Uppskrift Maríukjúklingsins er meðfylgjandi. […]

By |2008-10-21T11:04:28+00:0021. október 2008 11:04|

Messa og barnastarf 19. okt. kl. 11

Hvers þörfnumst við nú í niðursveiflunni? Er ekki ráð að horfa upp til Guðs sem gefur styrk og leiðsögn? Messan er fundarstaður Guðs og manns. Þú ert velkomin/n! Sr. Örn Bárður Jónsson messar ásamt kór og organista, messuhópi og fjölda sóknarbarna! Ræðuna er hægt að hlust á hér.

By |2008-10-19T00:00:00+00:0019. október 2008 00:00|