Opið hús

Í Opnu húsi miðvikudaginn 3. desember mun Sigríður Jóhannsdóttir veflistakona flytja fyrirlestur um kirkjuskrúða Leifs Breiðfjörðs og Sigríðar Jóhannsdóttur: „Nýtt byggt á því sem fyrir er“ - og sýnir myndir til skýringar. Opið hús byrjar með kaffiveitingum á Torginu kl. 15.

By |2008-12-02T14:16:06+00:002. desember 2008 14:16|

Fjölskyldumessa

Fjölskyldumessa kl. 11. Brúður barnastarfsins koma í heimsókn og barnasálmar verða sungnir. Umsjón Sigurvin, María, Andrea og Alexandra. Barnakór Neskirkju syngur undir stjórn Björns Thorarensen. Félagar úr Kór Neskirkju leiða safnaðarsöng. Organisti Steingrímur Þórhallsson. Sr. Sigurður Árni Þórðarson prédikar og þjónar fyrir altari ásamt sr. Erni Bárði Jónssyni. Samfélag á Torginu eftir messu.

By |2008-11-27T15:07:57+00:0027. nóvember 2008 15:07|

Sæll en sjóveikur hópur ungmenna kominn frá Eyjum

Ungmenni úr unglingastarfi Neskirkju heimsóttu æskulýðsfélag Landakirkju síðastliðna helgi og áttu með þeim yndislega helgi. Krakkarnir fengu að spreyta sig á sprangi, fengu leiðsögn um gossvæðið, áttu helgistund í Stafkirkjunni og fengu fræðslu í þremur hlutum um Davíð konung. Mikið var tekið af myndum í ferðinni sem er verið að setja inn á myndasvæði BaUN.

By |2008-11-25T10:39:25+00:0025. nóvember 2008 10:39|

Barnaföt fái framhaldslíf

Hvað á að kaupa á barnið fyrir jólin? Kannski föt sem verða notuð örsjaldan? Hvað á að gera við barnaföt, sem eru nær óslitin en barnið er vaxið upp úr þeim? Er ekki hægt koma þeim í umferð að nýju? Er ekki margnýtingin betri en einnýtingin? Jú, nú er komið að því að við notum [...]

By |2008-11-25T00:00:00+00:0025. nóvember 2008 00:00|

Bænamessa

Alla miðvikudaga eru bænamessur í Neskirkju. Þær hefjast kl. 12,15 með ritingarlestri og íhugun. Eftir bænir er síðan altarisganga. Hægt er að koma fyrirbænum til prestanna eða starfsfólks kirkjunnar. Allir velkomnir.

By |2008-11-25T00:00:00+00:0025. nóvember 2008 00:00|

Messa sunnudaginn 23. nóvember

Messa og barnastarf kl. 11. Kór Neskirkju syngur og leiðir safnaðarsöng. Organisti Steingrímur Þórhallsson. Sr. Dalla Þórðardóttir prédikar og þjónar fyrir altari ásamt sr. Toshiki Toma. Messuþjónar aðstoða. Börnin byrja í kirkjunni en fara síðan í safnaðarheimilið. Söngur, sögur, brúður, leikir og gaman. Umsjón María, Sunna Dóra, Andrea, Ari og Alexandra. Samfélag á Torginu eftir [...]

By |2008-11-21T00:00:00+00:0021. nóvember 2008 00:00|

Foreldramorgnar

Fimmtudaginn 20. nóvember mun hjúkrunarfræðingur frá Heilsugæslunni á Seltjarnarnesi koma og fjalla um fæðu ungbarna. Foreldramorgnar eru alla fimmtudaga milli kl. 10 og 12.

By |2008-11-18T09:25:38+00:0018. nóvember 2008 09:25|

Opið hús

Miðvikudaginn 19. nóvember mun Steinunn Arnþrúður Björnsdóttir verkefnastjóri samkirkjumála á Biskupsstofu koma í Opna húsið og segja frá samstarfi Þjóðkirkjunnar og annarra kirkna í heiminum. Kaffiveitingar á Torginu. Opið hús er alla miðvikudaga kl. 15.

By |2008-11-18T09:13:57+00:0018. nóvember 2008 09:13|

Messa og barnastarf 16. nóvember kl. 11

Messa og barnastarf kl. 11. Háskólakórinn syngur og leiðir safnaðarsöng. Stjórnandi Gunnsteinn Ólafsson. Organisti Steingrímur Þórhallsson. Sr. Örn Bárður Jónsson prédikar og þjónar fyrir altari ásamt sr. Toshiki Toma. Messuþjónar aðstoða. Börnin byrja í kirkjunni en fara síðan í safnaðarheimilið. Söngur, sögur, brúður, leikir og gleði. Umsjón Sigurvin, María, Andrea og Ari. Súpa, brauð, kaffi [...]

By |2008-11-14T00:00:00+00:0014. nóvember 2008 00:00|