Heimsljós

Hvað segir maður þegar maður gerir kross framan á sig með hendinni? Ég átti von á, að hið hefðbundna kæmi: “Í nafni Guðs föður, sonar og heilags anda.” Einn drengurinn í hópnum rétti snarlega upp hendi: Maður segir: “Ég er ljós heimsins!” Þetta var auðvitað óvænt en flott svar! Íhugun úr ljósamessu 14. desember er [...]

By |2008-12-15T12:15:45+00:0015. desember 2008 12:15|

14. desember – þriðji sunnudagur í aðventu

Ljósamessa og barnastarf kl. 11.00. Fermingarbörn aðstoða. Félagar úr kór Neskirkju leiða safnaðarsöng. Organisti Steingrímur Þórhallsson. Sr. Sigurður Árni Þórðarson prédikar og þjónar fyrir altari ásamt sr. Toshiki Toma. Börnin byrja í messunni en fara síðan í safnaðarheimilið. Söngur, sögur, brúður, leikir og gleði. Umsjón Sigurvin, María, Andrea, Ari og Alexandra. Samfélag, súpa, brauð og [...]

By |2008-12-12T12:46:13+00:0012. desember 2008 12:46|

…eins er trúin dauð án verka.

Unglingastarf Neskirkju fékk tækifæri til að vera að gagni fyrir Hjálparstarf Kirkjunnar og Mæðrastyrksnefnd í gærkvöldi en þá fengu ungmennin að pakka matvælum fyrir jólaúthlutun. Eldri ungmennin munu síðan aðstoða við úthlutun daga 16.-23. desember. Það er mikið þakkarefni að fá að leggja okkar af mörkum til þeirra sem þurfa aðstoð fyrir jólin og eru [...]

By |2008-12-10T09:44:14+00:0010. desember 2008 09:44|

Aðventuheimsóknir leikskóla hafnar.

Fyrsti leikskólinn kom í heimsókn til okkar í gær (09.) en það voru ljúf börn frá Mánagarði. Í dag (10.) koma gestir frá Grandaborg, á morgun Vesturborg og Gullborg, á föstudag Hagaborg og í næstu viku Skerjagarði, Sæborg og Ægisborg. Neskirkju er mikill heiður að því að fá allt þetta unga fólk í heimsókn á [...]

By |2008-12-10T09:19:36+00:0010. desember 2008 09:19|

Aðventusöngvar og aðventumál í Opnu húsi

Inga Backman, Litli kórinn syngja við undirleik Reynis Jónassonar í Opna húsinu 10. desember. Arnljótur Sigurjónsson segir frá afa sínum og dr. Haraldur Ólafsson, prófessor, ræðir um jólin. Jólasaga verður lesin og mikið sungið. Svo svíkur kaffið hennar Ólafiu engan. Samveran hefst kl. 15. Allir velkomnir.

By |2008-12-09T15:15:42+00:009. desember 2008 15:15|

Barnafatamarkaður í Neskirkju

Áttu barnaspariföt og skó sem passa ekki lengur á börnin? Skiptimarkaður fyrir barnaföt og skó á 0-10 ára byrjar í Neskirkju sunnudaginn 7. desember. Hægt er að koma í safnaðarheimlið með föt, skipta og gefa frá 10-14. Gefum fötum og skóm framhaldslíf!

By |2008-12-06T15:48:44+00:006. desember 2008 15:48|

Messa 7. desember

Messa og barnastarf kl. 11. Eevastiina Korri leikur á sekkjapípu. Litli kórinn - kór eldri borgara syngur undir stjórn Ingu J. Backman. Félagar úr Kór Neskirkju leiða safnaðarsöng. Organisti Steingrímur Þórhallsson. Sr. Örn Bárður Jónsson prédikar og þjónar fyrir altari ásamt Toshiki Toma. Messuþjónar aðstoða. Börnin byrja í kirkjunni en fara síðan í safnaðarheimilið. Söngur, [...]

By |2008-12-05T13:32:27+00:005. desember 2008 13:32|

Jólatónleikar Kórs Neskirkju

Sunnudaginn 7. desember kl. 17.00 verða jólatónleikar Kórs Neskirkju í kirkjunni. Einsöngvari á tónleikanum er Gissur Páll Gissurarsson tenór. Undirleikari Magnús Ragnarson og stjórnandi Steingrímur Þórhallsson, organisti Neskirkju. Á efnisskránni eru jólalög og sálmar úr ýmsum áttum. Miðaverð kr. 1.500 en 1.000 kr í forsölu á skrifstofu Neskirkju. […]

By |2008-12-05T13:24:35+00:005. desember 2008 13:24|

Barnastarf Neskirkju undirbýr jólin

Barnastarf Neskirkju er í óða önn að undirbúa jólin og í þessari viku fengu flestir hópar að skreyta piparkökur. Fæstar kökurnar skiluðu sér þó heim þar sem krakkarnir máttu gæða sér á glassúrhúðuðum listaverkunum í lok stundar. Myndir eru komnar á aðventusíðu barnastarfsins.

By |2008-12-04T12:39:59+00:004. desember 2008 12:39|

Undraland í Aðventuheimsókn

Undraland, frístundaheimili Grandaskóla, kom í aðventuheimsókn í kirkjuna í gær 02. desember. Rúta á vegum kirkjunnar sótti krakkana í Grandaskóla og safnaðarheimili Neskirkju fengu börnin fræðslu um aðventuna, um jólasálma og heyrðu jólasögu. Að lokinni fræðslu fóru þau öll saman á helgistund í kirkjunni og síðan var börnum og leiðtogum boðið piparkökur og Kakó á [...]

By |2008-12-03T13:12:29+00:003. desember 2008 13:12|