Opið hús

Fyrsta dagskráin í "Opnu húsi" á þessu ári verður miðvikudaginn 30. janúar og hefst kl. 15.00. Þá talar dr. Sigurður Árni Þórðarson, prestur í Neskirkju, um þrumuprédikarann Jón biskup Vídalín. Dagskráin hefst með kaffidrykkju í safnaðarheimilinu. Allir velkomnir.

By |2008-01-29T15:14:20+00:0029. janúar 2008 15:14|

Næðifæði takk – engan skyndibita

Skyndimennskan er til dauða. Sorgarvinnu og uppeldi verður ekki rubbað af, ástin verður ekki afgreidd með skyndikynnum, lífið er ekki stuttur brandari. Nei. Trúin er stór, sálin er djúp, elska Guðs er löng! Úr prédikun sr. Sigurðar Árna á Biblíudegi 2008 sem er á bak við þessa smellu.

By |2008-01-27T21:12:20+00:0027. janúar 2008 21:12|

Biblíudagsmessa í Neskirkju

Messa og barnastarf kl. 11. Messuhópur þjónar í messunni. Félagar úr Kór Neskirkju leiða safnaðarsöng. Organisti Steingrímur Þórhallsson. Sr. Sigurður Árni Þórðarson prédikar og þjónar fyrir altari. Börnin byrja í messunni en fara síðan til sinna starfa. Umsjón með barnastarfinu hafa þau Sigurvin Jónsson, Björg Jónsdóttir og Ari Agnarsson. Matarhópur reiðir fram súpu, brauð og [...]

By |2008-01-25T16:49:42+00:0025. janúar 2008 16:49|

Guð er bonus!

Það er ekki bónus lífsins að hækka launin. Góð laun eru ekki bónus heldur réttlætismál. Bónus lífsins verður ekki keyptur í neinni búð. Kristinn maður veit að bónusinn er Guð – góður Guð. Prédikun sr. Sigurðar Árna 20. janúar er á bak við þessa smellu.

By |2008-01-20T13:29:10+00:0020. janúar 2008 13:29|

Réttlát laun?

Guðspjall fyrsta sunnudags í níu vikna föstu er um laun og gæsku. Organisti Steingrímur Þórhallsson. Kór Neskirkju. Prestur sr. Sigurður Árni Þórðarson. Barnastarfið undir stjórn Sigurvins Jónssonar, Bjargar Jónsdóttur og Ara Agnarssonar byrjar í kirkjunni. Messa og barnastarf byrja kl. 11. Allir velkomnir og súpa á Torginu í hédeginu.

By |2008-01-18T16:10:35+00:0018. janúar 2008 16:10|

Foreldramorgnar

Fyrsti foreldramorguninn á nýju ári verður fimmtudaginn 17. janúar. Foreldramorgnar er alla fimmtudaga milli kl. 10-12. Umsjón með starfinu hefur Elínborg Lárusdóttir.

By |2008-01-14T11:19:42+00:0014. janúar 2008 11:19|

Bænamessa

Alla miðvikudaga eru bænamessur í Neskirkju. Þær hefjast kl. 12,15 með ritingarlestri og íhugun. Eftir bænir er síðan altarisganga. Hægt er að koma fyrirbænum til prestanna eða starfsfólks kirkjunnar. Allir velkomnir.

By |2008-01-14T00:00:00+00:0014. janúar 2008 00:00|

Messa 13. janúar

Messa og barnastarf kl. 11. Félagar úr Kór Neskirkju leiða safnaðarsöng. Organisti Sigrún Steingrímsdóttir. Ursula Árnadóttir guðfræðingur og skrifstofustjóri Neskirkju prédikar. Sr. Sigurður Árni Þórðarson þjónar fyrir altari. Börnin byrja í messunni en fara síðan til sinna starfa. Umsjón með barnastarfinu hafa þau Sigurvin Jónsson, Björg Jónsdóttir og Ari Agnarsson. Kaffi, súpa og brauð á [...]

By |2008-01-10T11:43:46+00:0010. janúar 2008 11:43|

Aðventuheimsóknir í Neskirkju

Á aðventunni komu til kirkju skólar hverfisins og langflestir leikskólar til að þiggja aðventustund í Neskirkju. Slíkar heimsóknir eru yndislegt tækifæri fyrir börnin til að kynnast kirkjunni sinni og okkur í Neskirkju er dýrmætt að undirbúa jólin með börnum hverfisins. Myndavél umsjónarmanns barnastarfsins var á lofti í flestum heimsóknunum og eru þær myndir nú aðgengilegar [...]

By |2008-01-07T00:00:00+00:007. janúar 2008 00:00|

Bull, ergelsi og pirra?

Sagan um vitringana er ekki goðsaga heldur helgisaga, sem er ætlað að efla lífsgæði fólks. Í þeim anda ættum við að lesa söguna um vitringana. Helgisögur á ekki að taka bókstaflega heldur alvarlega sagði sr. Sigurður Árni Þórðarson í stólræðu þrettándadags.

By |2008-01-06T14:32:37+00:006. janúar 2008 14:32|