Opið hús

Opið húsi miðvikudaginn 19. mars kl. 15. Sr. Örn Bárður Jónsson talar um annað rit læknisins Lúkasar í Nýja testamentinu, Postulasöguna. Kaffiveitingar á Torginu í upphafi. Sjá dagskrá í Opnu húsi hér.

By |2008-03-18T10:15:28+00:0018. mars 2008 10:15|

Barnastarf á páskadagsmorgun

Á páskadagsmorgun verður sunnudagaskóli kl. 11 sem hefst inni í hátíðarmessunni líkt og venja er. Að sunnudagaskóla loknum verður páskeggjaleit á túninu fyrir utan kirkjuna. Um barnastarfið sjá Sigurvin Jónsson guðfræðingur, Björg Jónsdóttir læknanemi, Andrea Ösp Andradóttir menntskælingur og Alexandra Diljá Arnarsdóttir grunnskólanemi.

By |2008-03-18T00:00:00+00:0018. mars 2008 00:00|

Pálmi, Starri og mannlíf

Mörgum hættir til að gera Jesú Krist að framlengingu á eigin sjálfi og gera hann að eigin sendiherra, túlka hann í samræmi við eigin gildi, hugsjónir og viðmið. Á föstunni er vert að skoða sjálfið. Pálmagrein og lítill starri geta orðið ljómandi íhugunarhjálp. Prédikun Sigurðar Árna frá pálmasunnudegi 16. mars 2008 er undir þessari smellu.

By |2008-03-17T10:20:20+00:0017. mars 2008 10:20|

Til hamingju Ísland!

Í dag, 15. mars, verða fyrstu fermingar vorsins í Vesturbæ. Í Neskirkju fermast tveir hópar í dag og einn á morgun, Pálmasunnudag eftir hádegi en hin hefðbundna messa verður á sínum stað kl. 11. Þá verður fermt á annan í páskum og sunnudaginn eftir páska. […]

By |2008-03-15T08:15:29+00:0015. mars 2008 08:15|

Veifum pálmum í messu sunnudagsins!

Pálmasunnudagur er kirkjudagur Neskirkju. Þá var kirkjan vígð og á sunnudaginn kemur verða 51 ár frá vígslu. Messan 16. mars hefst kl. 11. Ekki er fermt í sunnudagsmessunni heldur í sérstökum athöfnum. Sr. Sigurður Árrni prédikar og þjónar fyrir altari ásamt með sr. Erni Bárði Jónssyni. Veifum pálmum og fögnum komu Jesú Krists. […]

By |2008-03-14T21:45:44+00:0014. mars 2008 21:45|

Fermingar í Neskirkju

Fermingar hefjast í Neskirkju laugardaginn 15. mars. Þá verða 44 börn fermd í tveimur athöfnum. Á pálmasunnudag verður fermingarathöfn eftir hádegi og 24 ungmenni fermd. Nánari upplýsingar um nöfn fermingarbarna og tímasetningar athafna eru undir þessari smellu.

By |2008-03-14T21:38:20+00:0014. mars 2008 21:38|

Árshátíð unglingastarfsins

NeDó, unglingastarf kirkjunnar, hélt árshátíð síðastliðinn þriðjudag og þar var mikið um dýrðir. Á matseðli var dýrindis nautakjötsréttur og ís og ávextir á eftir. Vel var sótt af núverandi, fyrrverandi og verðandi NeDó-ingum og sérstakir heiðursgestir voru þau Hans Guðberg og Guðmunda sem sáum um NeDó starfið um árabil. Sr. Guðni Már Harðarsson kom og [...]

By |2008-03-14T17:12:09+00:0014. mars 2008 17:12|

Saltfiskmáltíð með Ingibjörgu formanni

Ekki missa af síðasta tækifærinu til að snæða suðrænan saltfisk á föstunni á Kaffitorgi Neskirkju, föstudaginn 14. mars kl. 12-13. Ingibjörg R. Guðmundsdóttir, formaður sóknarnefndar ávarpar matargesti. Enda þótt Ingibjörg sé ekki formaður að hætti Þuríðar formanns er hún samt formaður á skipi með stórri áhöfn, nefnilega kirkjuskipi, sem hefur innanborðs megin hluta íbúa Vesturbæjar. [...]

By |2008-03-13T16:42:14+00:0013. mars 2008 16:42|

Opið hús

Í Opnu húsi miðvikudaginn 12. mars verður farið í listreisu að Kjarvalsstöðum þar sem skoðuð verður sýning á verkum færeyska málarans Sámal Joensen-Mikines og eftir atvikum aðrar sýningar hússins. Stundin byrjar með kaffiveitingum á Torginu kl. 15 en síðan verður farið með rútu að Kjarvalsstöðum. Opið hús er alla miðvikudaga kl. 15. Sjá vor dagskrá [...]

By |2008-03-11T13:53:50+00:0011. mars 2008 13:53|

Messa, mæðgnaskírn og Maríuminning kl. 11

Já, á sunnudaginn verður óvenjuleg messa því þá verða mæðgur skírðar, væntanlegt fermingarbarn og móðir þess. Hefur slíkt gerst áður á Boðunardegi Maríu í íslenskri kirkju? Séra Örn Bárður Jónsson, prédikar og þjónar fyrir altari. Hægt er að hlusta á ræðuna undir þessari smellu. […]

By |2008-03-07T21:51:59+00:007. mars 2008 21:51|