Ekkert gjald er tekið meðan beðið er

Alla miðvikudaga eru bænamessur í Neskirkju. Þær hefjast kl. 12,15 með ritingarlestri og íhugun. Eftir bænir er síðan altarisganga. Hægt er að koma fyrirbænum til prestanna eða starfsfólks kirkjunnar. Allir velkomnir.

By |2008-05-27T14:40:46+00:0027. maí 2008 14:40|

Jón Gnarr og ekkertsagan

Að refsa fyrir aðgerðaleysi! Jesús sagði sögu og Jón Gnarr notaði hugmyndina. Er aðgerðaleysi, það að gera ekkert, glæpur? Mun hið illa blómstra vegna skeytingarleysis okkar? Prédikun Sigurðar Árna 25. maí 2008 er á bak við þessa smellu.

By |2008-05-26T10:57:54+00:0026. maí 2008 10:57|

Að teygja sig á heimsenda

Í messunni 25. maí verður prédikað um manneðli og samskipti fólks. Messan hefst kl. 11. Félagar úr Kór Neskirkju leiða safnaðarsöng. Organisti Steingrímur Þórhallsson. Almenn kirkjubæn: Ingibjörg R. Guðmundsdóttir. Meðhjálpari Úrsúla Árnadóttir. Sr. Sigurður Árni Þórðarson prédikar og þjónar fyrir altari. Eftir messu verður súpa, brauð og kaffi á Torginu eftir messu. Allir velkomnir.

By |2008-05-23T13:45:54+00:0023. maí 2008 13:45|

Vorferð unglingastarfsins

Unglingastarf Neskirkju fór í vorferð á miðvikudagskvöldið 21. maí með ÆSKR. Leiðin lá á Úlfljótsvatn þar sem skátar tóku á móti okkur og veittu okkur aðstöðu til að grilla, hlaupa ratleik, fara út á báta og eiga góða stund við næstumþví varðeld (skátunum tókst ekki að kveikja upp). Við tókum að sjálfsögðu fullt af myndum [...]

By |2008-05-22T21:59:55+00:0022. maí 2008 21:59|

Fermingar 2009

Miðvikudaginn 21. maí kl. 10 hefst skráning fermingarbarna í Neskirkju og verður fram haldið kl. 10-16 alla virka daga. Skrá þarf samtímis námskeið og fermingardag. Sjá nánar hér!

By |2008-05-19T11:56:16+00:0019. maí 2008 11:56|

Opið hús – vorferð

Miðvikudaginn 21. maí n.k. verður farið í dagsferð í Reykholt í Borgarfirði. Staðarskoðun og veitingar. Lagt verður af stað kl 13.00 frá kirkjunni og er áætluð heimkoma milli 18.00 og 19.00. Farastjóri verður Hjörtur Pálsson, skáld og guðfræðingur. Skráning í s. 5111560

By |2008-05-19T11:54:09+00:0019. maí 2008 11:54|

Velheppnuð vorferð barnastarfsins

Sunnudaginn 18. maí var farin vorferð barnastarfsins og að þessu sinni heimsóttum við bæinn Sandgerði. Hópurinn var mjög heppinn með veður en hlýtt var og þurrt. Fyrst heimsóttum við fræðasetrið í Sandgerði og fræddumst þar um pólferðir franska prófessorsins J.C. Charcot og skip hans Pourquoi pas? Því næst skoðuðum við náttúrugripi setursins og grillum fyrir [...]

By |2008-05-18T20:40:30+00:0018. maí 2008 20:40|

Starfsfólk leikskóla á fræðsludegi í Neskirkju.

Laugardaginn 17. maí var öllu starfsfólki leikskóla í Vesturbæ boðið á fræðsludag á vegum Dómkirkju og Neskirkju. Markmið dagsins var að bjóða upp á uppbyggilega fræðsludagskrá til að styðja við það góða starf sem starfsfólk leikskólanna er að vinna. Við tókum fullt af myndum á þessum skemmtilega degi og þökkum öllum þáttakendum fyrir. […]

By |2008-05-18T15:56:05+00:0018. maí 2008 15:56|

Messa kl. 11 – og guðsþjónusta Ísfirðinga kl. 14 – og fyrirbænir á milli athafna! – og vorferð barna!

Þrenningarhátíð. Tvær athafnir sunnudaginn 18. maí. Í þeirri fyrri syngur Kór Neskirkju. Organisti Jón Bjarnason. Súpa og brauð ásamt kaffi eftir messu. Fyrirbænir fyrir sjúkum með handayfirlagningu og smurningu með olíu kl. 12.30. Í seinni athöfninni leiðir hópur Ísfirðinga sönginn. Organisti Guðný Einarsdóttir. Sr. Örn Bárður Jónsson prédikar og þjónar fyrir altari við báðar athafnirnar. [...]

By |2008-05-17T09:33:29+00:0017. maí 2008 09:33|

Sumarferðin okkar – gleði og gaman.

Það er tilhlökkun í barnastarfinu fyrir sumarferð barnastarfsins sem verður farin nú á sunnudaginn. Stefnan er tekin á Sandgerði þar sem skoðað verður safnasvæði, grillaðar pulsur og haldin helgistund í Hvalsneskirkju. Allir velkomnir - við byrjum í messu kl 11:00 - kostar ekki krónu.

By |2008-05-16T10:19:52+00:0016. maí 2008 10:19|