Hvað á að kaupa á barnið fyrir jólin? Kannski föt sem verða notuð örsjaldan? Hvað á að gera við barnaföt, sem eru nær óslitin en barnið er vaxið upp úr þeim? Er ekki hægt koma þeim í umferð að nýju? Er ekki margnýtingin betri en einnýtingin? Jú, nú er komið að því að við notum vel og bregðumst við með ábyrgð. Skiptimarkaður með barnaföt hefst brátt í Neskirkju.
Hvað á að kaupa á barnið fyrir jólin? Kannski föt sem verða notuð örsjaldan? Hvað á að gera við barnaföt, sem eru nær óslitin en barnið er vaxið upp úr þeim? Er ekki hægt koma þeim í umferð að nýju? Er ekki margnýtingin betri en einnýtingin? Jú, nú er komið að því að við notum vel og bregðumst við með ábyrgð.
Sesselja Thorberg var í biblíumat í Neskirkju í síðustu viku og velti vöngum yfir fataskáp barnanna heima. Svo fékk hún hugmynd og talaði við prestinn um, að kirkjan gæti orðið vettvangur fyrir framhaldslíf í fötunum. Svo kom tölvupóstur frá henni eftir hádegið og hugmynd að skiptimarkaði fyrir barnaföt. Fólk kæmi með hrein föt og skilaði inn og gæti fengið föt á móti. Þannig gætu fötin og fjármunirnir nýst vel, hófstilling væri iðkuð og barnafólkið gæti sparað verulegar upphæðir.
Já skiptimarkaður fyri barnaföt byrjar í safnaðarheimili Neskirkju þriðjudaginn 2. desember. Hann verður til húsa í kjallara nýja safnaðarheimilisins. Við byrjum með föt frá 0 og upp í 6 ára aldur. Komdu með hrein föt og skó, skiptu eða gefðu. Allir njóta þar með.
Í barnafatahóp eru sjálfboðaliðarnir Sesselja Thorberg, Elín Sigrún Jónsdóttir og Ene Cordt Andersen.
Hægt er að afhenda föt og skó á skrifstofu kirkjunnar virka daga eða eftir messur í kirkjunni.
Verum ábyrg gefum fötum framhaldslíf.