Sumarnámskeið hefst með sameiginlegum fundi fermingarbarna og foreldra þeirra eða forsjármanna í Neskirkju sunnudaginn 17. ágúst kl. 20. Fundað verður í kirkjunni. Þar verður efni og fræðslufyrirkomulag kynnt.
Sumarnámskeið hefst með sameiginlegum fundi fermingarbarna og foreldra þeirra eða forsjármanna í Neskirkju sunnudaginn 17. ágúst kl. 20. Fundað verður í kirkjunni. Þar verður efni og fræðslufyrirkomulag kynnt.
Farið verður einnig yfir samvinnu kirkju og heimilis á þessum undirbúningsvetri. Upplýsingar verða afhentar um efni og mikilvægar dagsetningar.
Kennsla hefst síðan daginn eftir, mánudaginn 18. ágúst kl. 10 og stendur til kl. 16 fram á föstudag. Fræðslan verður í safnaðarheimilinu og kirkjunni. Námskeiðinu lýkur með messu sunnudaginn 24. ágúst kl. 11 en þá ganga fermingarbörnin til altaris í fyrsta sinn og þá með foreldrum sínum.
Þau sem ekki hafa gengið frá fermingardögum geri svo vel að hringja í síma 511-1560.