Hópur ungmenna úr unglingastarfi Neskirkju sótti Evrópumót KFUM í Prag dagana 3.-9. ágúst. Hópurinn samanstóð af 9 ungmennum á aldrinum 15-18 ára auk umsjónarmanns unglingastarfsins Sigurvini Jónssyni. Ferðasögu hópsins má nú nálgast hér (Ferðasaga) á PDF formi og myndir úr ferðinni eru á myndasíðu BaUN.Vilji einhver nálgast frekari upplýsingar um mótið má skoða heimasíðu mótsins YMCA2008 eða heimasíðu KFUM á Íslandi.