Í messunni 8. júní verður íhugunarefnið Jesúsagan um týnda sauðinn og prédikarinn verður Rúnar Reynisson. Félagar úr Kór Neskirkju munu leiða safnaðarsöng undir stjórn organistans Sigrúnar Steingrímsdóttur. Meðhjálpari Úrsúla Árnadóttir og sr. Sigurður Árni Þórðarson mun þjóna fyrir altari. Veitingar á Torginu eftir messu. Messan hefst kl. 11, allir eru velkomnir, líka þau týndu.