Sunnudaginn 18. maí var farin vorferð barnastarfsins og að þessu sinni heimsóttum við bæinn Sandgerði. Hópurinn var mjög heppinn með veður en hlýtt var og þurrt. Fyrst heimsóttum við fræðasetrið í Sandgerði og fræddumst þar um pólferðir franska prófessorsins J.C. Charcot og skip hans Pourquoi pas? Því næst skoðuðum við náttúrugripi setursins og grillum fyrir utan. Á heimleiðinni fengum við leiðsögn um Hvalsnes en þar þjónaði Hallgrímur Pétursson til 1651. Myndir úr ferðinni má sjá á myndasíðu barnastarfsins.
Sunnudaginn 18. maí var farin vorferð barnastarfsins og að þessu sinni heimsóttum við bæinn Sandgerði. Hópurinn var mjög heppinn með veður en hlýtt var og þurrt. Fyrst heimsóttum við fræðasetrið í Sandgerði og fræddumst þar um pólferðir franska prófessorsins J.C. Charcot og skip hans Pourquoi pas? Því næst skoðuðum við náttúrugripi setursins og grillum fyrir utan. Á heimleiðinni fengum við leiðsögn um Hvalsnes en þar þjónaði Hallgrímur Pétursson til 1651. Myndir úr ferðinni má sjá á myndasíðu barnastarfsins.
Fræðasetrið er sannarlega áhugaverður staður en Reynir Sveinsson forstöðumaður setursins fræddi okkur um þá merkilegu starfsemi sem þar er. Alls hafa verið skrifaðar 7 doktorsritgerðir á Sandgerði frá 1992 og sem stendur eru þar fjórir erlendir fuglafræðingar að störfum. Sýningarnar tvær eru mjög fróðlegar og vandaðar á allan hátt. Pólferðasýningin er þannig innréttuð að gestir ganga inn skipsumhverfi fyrri tíma og þar er m.a. eftirlíking af káetu úr skipinu, stýri og áttaviti, auk muna úr eigu Charcot sjálfs. Sérstakt svæði líkir eftir ofsaveðrinu sem gekk yfir Pourquoi pas? og þegar gáð er út um kýrauga má sjá öldur ríða yfir skipið. Náttúrugripasafnið á marga skemmtilega muni og sérlega lukku vöktu uppstoppaðir refir sem börnin máttu klappa, frændur Rebba Refs. Tveggja metra skögultönn er þar af Náhveli en það var þraut sem lögð var fyrir börnin í upphafi að finna þá hvalstönn. Fullkomin aðstaða er í fræðasetrinu til að taka á móti börnum en grunnskólanemar safna iðulega fjörulífi í heimsóknum og skoða í víðsjám á náttugripasafninu.
Reynir Sveinsson fylgdi hópnum út að Hvalsnesi og fræddi okkur á leiðinni um þá miklu uppbyggingu sem átt hefur sér stað í Sandgerði. Hvalsnes er fyrir margar sakir merkilegur kirkjustaður en þar hafa staðið fimm kirkjur sem vitað er um. Núverandi kirkja er vígð 1887 og er ein fegursta steinkirkja landsins. Hallgrímur Pétursson bjó þar ásamt konu sinni Guðríði Símonardóttur en þar misstu þau hjón dóttur sína Steinunni sem hvílir þar. Í Hvalsneskirkju héldum við örsunnudagaskóla en stundirnar okkar hefjast alltaf með bæn eftir Hallgrím sjálfan. Sunnudagaskólafólkið kom heim í Neskirkju um kl. 15.30 þreytt og sæl eftir vel heppnaða og fróðlega ferð.