Sunnudaginn 18. maí verður farin árleg sumarferð Sunnudagaskólans. Börn og foreldrar, afar og ömmur hittast í messu safnaðarins klukkan 11 og síðan liggur leiðin með rútum til Sandgerðis, þar sem við munum skoða safnasvæði, grilla og hafa gaman. Allir eru velkomnir og þátttaka er öllum að kostnaðarlausu.