Það skal viðurkennt að fyrirsögnin sé dálítið mótsagnarkennd. Þannig er nú margt í lífinu. Kyrrð á hávaðasömum tímum er viss mótsögn en hún er samt möguleg. Laugardaginn 19. apríl kl. 10-16 verður haldinn kyrrðardagur í Neskirkju þar sem trappistamunkurinn, William Meninger, flytur hugvekjur og kynnir íhugunar- og hugleiðsluaðferðina Centering Prayer.
Skráning í s. 511 1560 eða á neskirkja@neskirkja.is
Laugardaginn 19. apríl kl. 10-16 verður haldinn kyrrðardagur í Neskirkju þar sem trappistamunkurinn, William Meninger, flytur hugvekjur og kynnir íhugunar- og hugleiðsluaðferðina Centering Prayer.
Skráning í s. 511 1560 eða á neskirkja@neskirkja.is
Kynning á klassískri kristinni bæna- og íhugunarhefð fyrir nútímafólk
Trappistamunkurinn William Meninger frá klaustri heilags Benedikts í Snowmass, Colorado, gistir Ísland í þessum mánuði og kynnir hugleiðslu- og íhugunaraðferð sem hann hefur þróað og nefnir á ensku Centering Prayer. Hún byggir á einbeittri bæn og íhugun í þögn og hefur að einkunnarorðum vers úr 46. sálmi Davíðs: ,,Verið kyrrir og viðurkennið, að ég er Guð.“ William Meninger flytur kynningarfyrirlestur á Torgi Háskóla Íslands, HT 103, kl. 12.00 fimmtudaginn 17. apríl. Laugardaginn 19. apríl leiðir hann kyrrðardag í Neskirkju frá kl. 10-16. Allir eru velkomnir meðan húsrúm leyfir. Skráning í s. 511 1560 eða á neskirkja@neskirkja.is
Faðir Villiam, eins og hann er nefndur, kynntist ungu fólki í upphafi áttunda áratugarins sem leitaði að andlegri leiðsögn í búddískri íhugunaraðferð á kyrrðarsetri í nágrenni klausturs síns og honum og ábótanum Thomasi Keating varð það hugleikið að kanna hvað hindraði þetta unga fólk í að tileinka sér kristna arfleið sem það hafði vaxið upp í. Faðir William tók sig til og aðlagaði klassíska kristna miðaldahefð að þörfum nútímafólks.
Ráðleggingar hans byggja á bókinni:“The Cloud of Unknowing“ sem skrifuð var á 14.öld af óþekktum enskum munki. Þar er að finna hornsteininn í aðferðinni Centering Prayer. Thomas Keating kom til Íslands fyrir nokkrum árum og kynnti þessa íhugunarleið í Skálholtsskóla, en hún hefur náð til fjölda fólks víða um heim. Samtök sjálfboðaliða, Contemplative Outreach, halda úti heimasíðu á netinu, sem þróuð er í samvinnu við Thomas Keating til stuðnings
iðkendum íhugunarinnar. Þangað er hægt að sækja fjölbreytt efni, leiðbeiningar, tilvísanir í greinar og bækur og tilboð um kennslu og kyrrðardaga: www.contemplativeoutreach.com
Hér eru einnig að finna upplýsingar um Centering Prayer.
Nokkrir Íslendingar hafa kynnt sér þessa íhugun og iðka hana í trúar- og bænalífi sínu. Dagskrá Williams Meningers á Íslandi að þessu sinni hefur verið skipulögð af bænahópi sem heimsótti klaustrið í Snowmass og tók þátt í kyrrðardögum undir handleiðslu hans og Thomasar Keating. Pétur Pétursson prófessor hefur verið hópnum til aðstoðar.
William Meninger gekk menntaveginn í Boston í Masachusetts og vígðist að loknu guðfræðinámi árið 1958 og var settur prestur í Yakima í Washingtonfylki, þar sem hann vann á verndunarsvæði indíána og með mexíkönskum farandverkamönnum í 6 ár. Hann hefur einnig lokið framhaldsnámi í guðfræði við Harward, Boston og Seattle University. Árið 1963 gekk hann í klaustur trappistareglunnar, St.Jospeph í Spencer, Massachusetts. Þar bjó hann og starfaði við kennslu og leiðsögn nýliða 15 er hann fluttist til Benediktínaklaustursins í Snowmass í Colorado. Þar hefur hann einnig einbeitt sér að kennslu og andlegri leiðsögn nýliða innan reglunnar, sem og annarra leikmanna sem koma víða að til að dvelja á kyrrðarsetri klaustursins.
William yfirgefur kaustrið aðeins fjórum sinnum á ári til ferðast um heiminn til að deila reynslu sinni af andlegri iðkan, kenna „centering prayer“ og veita andlega leiðsögn. William er höfundur fjölda bóka. Einnig hafa komið út hljóðdiskar með erindum hans á kyrrðardögum o.fl. Sjá nánar heimasíðu hans www.contemplativeprayer.net
Dagskrá:
Kyrrðardagur í Neskirkju
laugardaginn 19. apríl 2008 kl. 10-16
Kynning á kristinni íhugun
(Conteplative Meditation – Centering Prayer)
sem byggir á bókinn THE CLOUD OF UNKNOWING
Faðir William Meninger, kennir
10:00 Ávarp og kynning
10:15 – 11:15 Fyrsta samvera
11:15 – 11:30 Kaffihllé
11:30 – 12:30 Önnur samvera (þar með 15 mínútna íhugun)
12:30 – 13:30 Hádegisverður
13:30 – 14:30 Þriðja samvera (þar með önnur íhugun)
14:30 – 14:45 Kaffihlé
14:45 – 16:00 Lokasamvera (með íhugun)