Hjörtur Pálsson skáld og cand theol talar á uppstigningardag

Guðsþjónusta verður í Neskirkju á uppstigningardag, fimmtudaginn 1. maí, kl. 14. Dagurinn er helgaður öldruðum. Hjörtur Pálsson, skáld og cand theol prédikar. Litli-kórinn, kór eldri borgara, syngur undir stjórn Ingu J Backman sem jafnframt syngur einsöng. Organisti Reynir Jónasson. Sr. Örn Bárður Jónsson þjónar fyrir altari. Kaffiveitingar á Torginu í boði safnaðarins að guðsþjónustu lokinni.

By |2008-04-30T00:00:00+00:0030. apríl 2008 00:00|

Með þögninni eyðir þú öllum misskilningi

Bæn er ekki pöntunarþjónusta. Maður tekur ekki upp tólið og pantar, svona svipað og þegar maður pantar pizzu úr Eldsmiðjunni eða spólu á amazon. Verslunarvæðum ekki bænina. Bæn er ástartengill. Prédikun Sigurðar Árna á bænadegi er á bak við smelluna.

By |2008-04-27T15:19:32+00:0027. apríl 2008 15:19|

Biðjið og…

Á bænadeginum 27. apríl verður messað kl. 11. Fjöldi fólks þjónar, messuhópur, matarhópur og félagar úr kór Neskirkju. Organisti Steingrímur Þórhallsson. Sr. Sigurður Árni Þórðarson prédikar og þjónar fyrir altari. Börnin byrja í messunni en fara síðan til sinna starfa. Allir velkomnir. […]

By |2008-04-26T15:26:06+00:0026. apríl 2008 15:26|

Bjartsýnisbusl á sumardaginn fyrsta

Á næstkomandi fimmtudag munu Neskirkja, NeDó og skátafélagið Ægisbúar standa fyrir helgistund í Vesturbæjarlaug en ókeypis verður í sund þann dag. Um stundina sjá Sigurvin Jónsson og Aðalsteinn Þorvaldsson, auk unglingaleiðtoga en Ari Agnarsson mun spila sumarlög. Eftir stundina verða leikir og sprell fyrir krakkana. Allir velkomnir

By |2008-04-22T17:47:29+00:0022. apríl 2008 17:47|

Munkur magnar kyrrð í Neskirkju

Það skal viðurkennt að fyrirsögnin sé dálítið mótsagnarkennd. Þannig er nú margt í lífinu. Kyrrð á hávaðasömum tímum er viss mótsögn en hún er samt möguleg. Laugardaginn 19. apríl kl. 10-16 verður haldinn kyrrðardagur í Neskirkju þar sem trappistamunkurinn, William Meninger, flytur hugvekjur og kynnir íhugunar- og hugleiðsluaðferðina Centering Prayer.Skráning í s. 511 1560 eða [...]

By |2008-04-17T00:00:00+00:0017. apríl 2008 00:00|

Foreldramorgnar

Tannheilsa ungra barna verður umræðuefni á foreldramorgni fimmtudaginn 17. apríl. Foreldramorgnar eru alla fimmtudaga kl. 10 - 12.

By |2008-04-15T09:32:36+00:0015. apríl 2008 09:32|

Opið hús

Í opnu húsi miðvikudaginn 16. apríl mun Svavar Sigmundsson cand.mag., stofustjóri örnefnastofu Árnastofnunar, segir frá athugunum sínum á gömlum bænabókum og fræðir um þær. Kaffiveitingar á Torginu. Opið hús er alla miðvikudaga kl. 15.

By |2008-04-15T09:20:56+00:0015. apríl 2008 09:20|

Nói og frú

Kæra Hafdís HuldOkkur í Krakkaklúbbnum finnst lagið þitt Nói og frú af geisladisknum Englar í Ullarsokknum skemmtilegt og því ákváðum við að gera tónlistarmyndband við lagið. Njótið vel. Kv. Krakkaklúbbur Neskirkju

By |2008-04-15T00:00:00+00:0015. apríl 2008 00:00|