Messa og barnastarf kl. 11. Félagar úr Kór Neskirkju leiða safnaðarsöng. Organisti Sigrún Steingrímsdóttir. Ursula Árnadóttir guðfræðingur og skrifstofustjóri Neskirkju prédikar. Sr. Sigurður Árni Þórðarson þjónar fyrir altari. Börnin byrja í messunni en fara síðan til sinna starfa. Umsjón með barnastarfinu hafa þau Sigurvin Jónsson, Björg Jónsdóttir og Ari Agnarsson. Kaffi, súpa og brauð á Torginu eftir messu.