Helgihald í Neskirkju við áramót

Gamlársdagur 31. desember - Aftansöngur kl. 18.00Einsöngur Jóhann Friðgeir Valdimarsson. Kór Neskirkju syngur. Organisti Steingrímur Þórhallsson. Sr. Sigurður Árni Þórðarson prédikar og þjónar fyrir altari.Nýársdagur 1. janúar – Hátíðarmessa kl. 14.00.Einsöngur Gissur Páll Gissurarson. Kór Neskirkju syngur. Organisti Steingrímur Þórhallsson. Sr. Örn Bárður Jónsson prédikar og þjónar fyrir altari.

By |2008-12-30T21:09:52+00:0030. desember 2008 21:09|

Sr. Kristján Valur messar

Á sunnudegi milli jóla og nýárs, 28. desember, mun sr. Kristján Valur Ingólfsson prédika og þjóna fyrir altari í Neskirkju. Sr. Kristján Valur er sóknarprestur á Þingvöllum, helsti sérfræðingur þjóðkirkjunnar og kennari guðfræðinema í kennimannlegum fræðum. Textar dagsins eru aðgengilegir undir þessari smellu. Guðspjallið fjallar um Símeon og lífsfyllingu hans og lofsöng. Organisti Steingrímur Þórhallsson [...]

By |2008-12-28T01:07:48+00:0028. desember 2008 01:07|

Von heimsins í augum barns

Við messu á annan í jólum söng Litli kórinn, kór eldri borgara Neskirkju undir stjórn Ingu J Backman. Pamela de Sensi lék á flautu og Steingrímur Þórhallsson var við orgelið. Prékinunin fjallaði um holdtekju Guðs á jörðu, Guð í barninu í Betlehem, Guði í náunganum og ólíklegasta fólki og við enn ólíklegri aðstæður. Ræðu sr. [...]

By |2008-12-26T17:10:03+00:0026. desember 2008 17:10|

Þrjár ástarsögur og hellingur af appelsínum

Hvað gerir mannlíf þess virði að lifa því? Og svo er önnur tengd spurning, sem er þó enn meiri. Hvað er það sem gerir líf Guðs þess virði að lifa því? Í faðmlögum fjölskylduboðanna og augntillitum hinna ástföngnu eru kannski vísbendingar um svör við báðum spurningum. Jóladagsprédikun Sigurðar Árna er að baki smellunni.

By |2008-12-25T18:30:04+00:0025. desember 2008 18:30|

Já, hjá mér er nóg pláss

Jólasagan er grunnsaga, helgisaga, með ýmsum einkennum yfirnáttúrusögu. Helgisögur á ekki að taka bókstaflega heldur alvarlega. Þær eru ekki á yfirborðinu - heldur dýptina. Þær eiga sér ábót, sem birtist þegar… Íhugun Sigurðar Árna á jólanótt 2008 opnast þér bakk þessari smellu.

By |2008-12-25T10:28:11+00:0025. desember 2008 10:28|

Fjórði sunnudagur í aðventu

Messa og barnastarf kl. 11. Félagar úr kór Neskirkju leiða safnaðarsöng. Stúlknakór Neskirkju syngur. Organisti Steingrímur Þórhallsson. Sr. Örn Bárður Jónsson prédikar og þjónar fyrir altari. Messuþjónar aðstoða. Börnin byrja í messunni en fara síðan í safnaðarheimilið. Söngur, sögur, brúður, leikir og gleði. Umsjón Sigurvin, María, Andrea, Ari og Alexandra. Samfélag, súpa, brauð og kaffi [...]

By |2008-12-19T14:35:13+00:0019. desember 2008 14:35|

Próflokakvöld hjá Graduate NeDó

Framhaldsskólahópurinn okkar hélt próflokakvöld í kirkjunni í gærkvöld. Við snæddum saman kvöldverð og áttum góða samverustund með vinum okkar úr Digraneskirkju. Þá vék Guðrún Johnson sér af stundinni til að vígjast sem stórsveitarskáti hjá Ægisbúum og færum við henni hjartans hamingjuóskir með það. Myndir eru á myndasíðunni.

By |2008-12-19T10:18:29+00:0019. desember 2008 10:18|

Aðventukvöld unglingastarfsins

Í gær sóttu 50 unglingar á aldrinum 14-19 ára aðventukvöld í kirkjunni. Æskulýðsfélög Neskirkju Fönix og Graduate NeDó fengu góða gesti í heimsókn frá æskulýðsfélögum Digraneskirkju, auk stúlkna úr Hjallakirkju. Saman sötruðu æskulýðsfélögin heitt súkkulaði, snæddu piparkökur, heyrðu jólasögu Tolstoy um Panov afa og áttu hátíðlega helgistund í kirkjunni. Myndavélin var að sjálfsögðu á lofti.

By |2008-12-17T10:29:09+00:0017. desember 2008 10:29|

Skólar og leikskólar í aðventuheimsóknum

Það má með sanni segja að í Neskirkju fyllist allt af börnum á aðventunni. Undanfarna viku hafa 8 leikskólar sótt okkur heim, notið helgistundar og fengið piparkökur og kakó. Í dag sýna 4. bekkingar í Melaskóla helgileik fyrir yngri börnin og skólahópa leikskólanna, á morgun heimsækir Grandaskóli okkur og á föstudag Hagaskóli. Við höfum verið [...]

By |2008-12-17T09:25:57+00:0017. desember 2008 09:25|