Sunnudaginn 25. nóvember kl. 17 mun tríó skipað Pamelu De Sensi flautuleikara, Martin Frewer fiðluleikara og Sophie Schoonjans hörpuleikara flytja ástríðufulla tónlist ættaða frá Frakklandi og Spáni undir yfirskriftinni Passionale. Þess má geta að þau koma hvert frá sínu landinu, Ítalíu, Belgíu og Englandi en eru öll búsett á Íslandi og verður spennandi að sjá hvernig þessi áhrif blandast saman. Miðaverð 1.000 kr.
Pamela De Sensi er fædd í Róm árið 1975 en uppalin í Lamezia Terme á suður Ítalíu. Hún hefur unnið til fjölda verðlauna og viðurkenninga á ferli sínum, m.a. fyrstu verðlaun í Evrópsku tónlistarkeppninni í Cittá di Teramo. Hún hefur komið fram víða um heim og heillað áheyrendur með flautuleik sínum. Nú gefst gestum hátíðarinnar tækifæri á að hlýða á ljúfa flaututóna frá henni.
Martin Frewer útskrifaðist sem stærðfræðingur frá Oxford University. Á sama tíma var hann í einkatímum hjá fiðlukennaranum Yfrah Neaman. Eftir útskrift hélt hann áfram fiðlunámi í Guildhall School of Music & Drama í Lundúnum hjá Yfrah Neaman og lærði þá einnig á víólu hjá Nannie Jaimeson. Árið 1983 fluttist Martin til Íslands til að leika með Sinfóníuhljómsveit Íslands.
Sophie Schoonjans hefur starfað hér á landi um árabil og hefur sannað sig sem frábær hörpuleikari.