Biskup Íslands, herra Karl Sigurbjörnsson, vísiterar Nesprestakall um þessar mundir og lýkur sinni heimsókn með messu á sunnudaginn þar sem hann prédikar og útdeilir sakramenti, færir börnum sérstaka gjöf og blessar söfnuð og safnaðarstarf.
Biskup Íslands, herra Karl Sigurbjörnsson, vísiterar Nesprestakall um þessar mundir og lýkur sinni heimsókn með messu á sunnudaginn þar sem hann prédikar og útdeilir sakramenti, færir börnum sérstaka gjöf og blessar söfnuð og safnaðarstarf.
Prestar Neskirkju þjóna fyrir altari. Kór Neskirkju syngur. Organisti Steingrímur Þórhallsson. Ritningarlestra annast Benedikt Sigurðsson og Auður Styrkársdóttir. Öflugt og skemmtielgt barnastarf veður á sama tíma undir leiðsögn Sigurvins Jónssonar og Bjargar Jónsdóttur. Meðhjálparar Úrsúla Árnadóttir og Rúnar Reynisson. Kaffi og spjall á Torginu að messu lokinni. Vertu velkomin/n!