Í messunni 19. ágúst verða draumar fólks ræddir í prédikun og fyrir þeim verður beðið. Fermingarbörn ganga til altaris í fyrsta sinn. Aðstandendum þeirra er boðið að taka þátt í veislu safnaðar og himins. Messan hefst kl. 11 og allir eru velkomnir.
Í messunni 19. ágúst verða draumarnir ræddir í prédikun og fyrir þeim verður beðið. Fermingarbörn ganga til altaris í fyrsta sinn. Aðstandendum þeirra er boðið að taka þátt í veislu safnaðar og himins.
Liðna viku hefur sumarnámskeið fermingarbarna verið haldið í Neskirkju við Hagatorg. Nær eitt hundrað ungmenni hafa notið fræðslu, unnið verkefni, horft á kvikmynd, rætt trúna og gildin í lífinu. Meðal annars vitjuðu þau drauma sinna og skráðu þá á blað.
Í sunnudagsmessunni munu félagar úr kór Neskirkju syngja undir stjórn Steingríms Þórhallssonar. Sr. Sigurður Árni Þórðarson prédikar og þjónar fyrir altari ásamt sr. Erni Bárði Jónssyni. Lesarar: Katrín Helga Ágústsdóttir og Guðrún Johnson. Aðstoð við útdeilingu: Hanna Johannesen og sr. Toshiki Thoma og Meðhjálpari er Rúnar Reynisson.
Allir eru velkomnir í Neskirkju. Messan hefst kl. 11 og draumarnir verða ráðnir að hluta!