Á páskadag verður mikið um dýrðir í Neskirkju. Messað verður kl. 8 og 11. Barnastarf verður í 11-messunni og páskaeggjaleit á kirkjulóðinni. Á milli messa verða tónleikar organistans og á Torginu verður reitt fram kaffi og nýbakað brauð, álegg og annað góðgæti. Og svo mun jafnvel hljóma páskahlátur!
Á páskadag verður mikið um dýrðir í Neskirkju. Messað verður kl. 8 og 11.
Barnastarf verður í 11-messunni og páskaeggjaleit á kirkjulóðinni.
Á milli messa verða tónleikar organistans, Steingríms Þórhallssonar og á Torginu verður reitt fram kaffi og nýbakað brauð, álegg og annað góðgæti.
Og svo mun jafnvel hljóma páskahlátur!
Viltu koma í messu kl. 8 og borða morgunmat á eftir og hlusta síðan á tónleika. Eða viltu koma í morgunkaffi á milli 9 og 11, njóta á tónleika og fara í messu þar á eftir. Þitt er valið á þessum stórkostlega degi. Hvert sem valið verður skaltu velja lífið!
Í fyrri messunni, prédikar sr. Sigurður Árni og þjónar fyrir altari ásamt sr. Erni Bárði Jónssyni. Í þeirri seinni snýst þetta við og Örn prédikar en Sigurður þjónar seinni hluta messunnar.
Á annan dag páska verður fermingarmessa kl. 11.