Einelti er aldrei í lagi!!! Í Tíu til tólf ára starfi Neskirkju hefur á vormisseri verið fjallað um virðingu, vináttu og einelti. Við fengum því nokkra hugrakka sjálfboðaliða úr hópnum til að leika með okkur stuttmynd sem byggir á sögunni af Jósef syni Jakobs í 1. Mósebók 37-50 en sagan er mikið stytt og heimfærð til nútímans.

Einelti er aldrei í lagi!!! Í Tíu til tólf ára starfi Neskirkju hefur á vormisseri verið fjallað um virðingu, vináttu og einelti. Við fengum því nokkra hugrakka sjálfboðaliða úr hópnum til að leika með okkur stuttmynd sem byggir á sögunni af Jósef syni Jakobs í 1. Mósebók 37-50 en sagan er mikið stytt og heimfærð til nútímans.

Vinnan hófst á því að segja krökkunum upprunalegu söguna af því hvernig bræður Jósefs selja hann til ánauðar í Egyptalandi. Að lokum farnast Jósef vel í útlegð sinni, kemst þar til álna og stendur loks frammi fyrir því hvort hann eigi að fyrirgefa bræðrum sínum og aðstoða þá í harðindum eða ná fram hefndum.

Krakkarnir voru mjög virk í þeirri vinnu að heimfæra söguna og úr varð að setja upp bekk í Melaskóla sem leggur Jósef í einelti og selja hann til London á ebay. Það tekst og Jósef hverfur sporlaust þar til mörgum árum seinna að bekkjarfélagarnir mæta honum sem bankastjóra Kappa Fling Fling. Ekki er gefið upp hvort Jósef fyrirgefur og aðstoðar bekkjarfélaga sína eða nær fram hefndum en hópurinn glímdi mikið við að setja sig í spor hans. Er eitthvað sem er ófyrirgefanlegt?

Við notuðum stuttmyndavinnuna sjálfa til að fjalla um birtingarform eineltis og börnin settu sig í ólík hlutverk. Glöggir áhorfir geta séð að sumir leika virka gerendur, aðrir óvirka gerendir og enn aðrir eru ósamþykkir eineltinu en segja ekkert af ótta við að gera sig útsetta fyrir stríðni sjálf. Stuttmyndagerð er gríðarlega öflugt tæki til að vinna með stef og hugmyndir af þessu tagi og það er sterk upplifun að sjá sjálfan sig á skjánum í sporum þess sem leggur eða er þolandi eineltis.

Við í ungmennastarfi Neskirkju erum gríðarlega stollt af hópnum okkar og þykjumst sjá í þeim mikið hæfileikafólk.