Vegurinn og lífið

Sturla Böðvarsson er samgönguráðherra og hefur vissulega umsjón með öðrum vegum en þeim sem Jesús talaði um. Hann kemur og ræðir um störf sín og lífið við eldri borgara í Opnu húsi í Neskirkju við Hagatorg, miðvikudaginn 18. október. Kaffi kl. 15.30 í safnaðarheimilinu og dagská hefst kl. 15,30. Áhugafólk um „líflega“ vegi velkomið.

By |2006-10-12T13:09:47+00:0012. október 2006 13:09|

Tvær tylftir mættu á Alfa

Alfa námskeiðið hófst þriðjudaginn 11. október. Tuttugu og fjórir þáttakendur mættu fyrsta kvöldið en fleiri eru skráðir. Fyrsta kvöldið var fjallað um persónu Jesú Krists. Næst verður rætt um krossfestinguna og mikilvægi dauða hans. Enn er hægt að skrá sig og mæta næsta þriðjudag. Nánar hér.

By |2006-10-11T17:20:52+00:0011. október 2006 17:20|

Tólfsporin lofa góðu!

Mánudaginn 9. okt. var haldinn fyrsti fundur nýs Tólfsporanámskeiðs og mætti góður hópur fólks. Fyrstu 4 skiptin eru fundirnir opnir. Viltu kynna þér málið? Komdu þá næsta mánudag kl. 20. Nánari upplýsingar hér.

By |2006-10-10T15:07:40+00:0010. október 2006 15:07|

Haustlitaferð

Nú er það útrás! Eldri borgarar í Neskirkju fara ekki aðeins í Opið hús miðvikudaginn 11. október heldur í ferð upp í Hvalfjörð og á Akranes. […]

By |2006-10-10T13:21:14+00:0010. október 2006 13:21|

Þú ert draumur!

Í prédikun sunnudagsins tók Sigurður Árni flugið með tvær bækur í farteskinu og ræddi síðan um sjálfsmynd okkar og stöðu í tilverunni út frá guðspjalli dagsins, um hvíldardaginn og hefðarsætin, um drauma og veruleika og það að vera í draumalandinu sjálfu. Viltu vita meira?

By |2006-10-10T12:00:28+00:0010. október 2006 12:00|

Messa sunnudaginn 8. október kl. 11

Séra Sigurður Árni Þórðarson prédikar og þjónar fyrir altari. Organisti Steingrímur Þórhallsson. Kór Neskirkju leiðir safnaðarsöng. Allir aldurshópar safnast saman í kirkjunni kl. 11. […]

By |2006-10-06T17:04:11+00:006. október 2006 17:04|

Prestar pæla

Á fimmtudagsmorgnum mætir hópur presta í Neskirkju til að ræða prédikunartexta næsta sunnudags. […]

By |2006-10-05T10:39:35+00:005. október 2006 10:39|

Alfakynningin tókst vel

Góð mæting var á Alfakynningu þriðjudaginn 3. okt. og margir skráðu sig þannig að námskeiðið verður að veruleika og hefst þriðjudaginn 10. okt. og stendur til 5. des. Ef þú hefur áhuga á að vera með skaltu skrá þig sem fyrst því enn eru laus pláss. Alfa hefur áhrif! Viltu vita meira?

By |2006-10-04T11:13:38+00:004. október 2006 11:13|