Undraveröld orgelsins

Steingrímur Þórhallsson, organisti Neskirkju stjórnar för í Opnu húsi miðvikudaginn 25. október. Kaffi kl. 15.00 í safnaðarheimilinu og dagská hefst kl. 15.30. Allir velkomnir.

By |2006-10-25T00:00:00+00:0025. október 2006 00:00|

Guðlast

Ármann Snævarr, fyrrum lagaprófessor, sagði glaður þegar hann fór úr Neskirkju: “Þetta er í fyrsta sinn sem ég heyri lagagrein nefnda í prédikun!” En þegar rætt er um guðlast koma lög við sögu, en líka gildi og þó helst trú. Guðlastsprédikunin er undir þessari smellu!

By |2006-10-23T12:11:43+00:0023. október 2006 12:11|

Úr búðarsloppi í rykkilín

„Guð gleymir okkur aldrei, hann fær aldrei alzheimer eða elliglöp af neinu tagi. [...] En getur hann þá gleymt einhverju? Já, hann getur gleymt.“ Úr prédikun Arnar Bárðar í Ísafjarðarkirkju 22. okt. 2006 sem lesa má í heild með því að smella hér:

By |2006-10-23T11:45:28+00:0023. október 2006 11:45|

Messa og guðlast

Nýr prestur og guðlast í messunni 22. október! Sr. Magnús Erlingsson kemur til hálfs mánaðar þjónustu í Neskirkju og þjónar við altari næsta sunnudag. En guðspjall dagsins fjallar um guðlast. […]

By |2006-10-19T12:29:48+00:0019. október 2006 12:29|

NEDÓ fer á landsmót

Næstu helgi munu 17 börn úr æskulýðsstarfi Neskirkju og Dómkirkju fara á landsmót Æskulýðsfélaga í Vatnaskógi. […]

By |2006-10-18T10:33:12+00:0018. október 2006 10:33|

Vegurinn og lífið

Sturla Böðvarsson er samgönguráðherra og hefur vissulega umsjón með öðrum vegum en þeim sem Jesús talaði um. Hann kemur og ræðir um störf sín og lífið við eldri borgara í Opnu húsi í Neskirkju við Hagatorg, miðvikudaginn 18. október. […]

By |2006-10-16T23:27:05+00:0016. október 2006 23:27|

Prestar víxla embættum

Sóknarprestarnir Magnús Erlingsson á Ísafirði og Örn Bárður Jónsson í Neskirkju munu víxla embættum frá 19. -30. okt. Magnús mun sinna allri almennri prestsþjónustu þennan tíma og messa í Neskirkju sunnudaginn 29. okt. Sjá hér frétt af vef blaðsins Bæjarins besta á Ísafirði.

By |2006-10-15T21:12:26+00:0015. október 2006 21:12|

Rússarnir komu!

Já, Rússarnir komu og engin ógn stafaði af þeim. Þvert á móti lofuðu þeir Guð og sungu undursamlega fagra litrúrgíu frá 6. öld til heiðurs Maríu guðsmóður. […]

By |2006-10-15T16:13:02+00:0015. október 2006 16:13|

Frambjóðandinn sem kaus þig

Úr prédikun Arnar Bárðar 15.okt.: „Nú hyllir undir fyrsta vetrardag og framundan er kosningaár. Frambjóðendur standa í biðröðum [. . . ] Lífið er pólitík, lífið snýst um málefni fólks, líf politikoi á grísku, líf borgaranna.“ Ræðuna er hægt að nálgast hér.

By |2006-10-15T12:56:28+00:0015. október 2006 12:56|

Messa 15. okt. kl. 11

Kosningavetur. Lífsþrá. Undirstaða. Leikreglur. Hamingjuleið. Verkefni. Köllun. Útrás. Þessi hugtök og mörg fleiri verða í deiglu sunnudagsins í messunni þann 15.okt. kl. 11. […]

By |2006-10-14T14:53:34+00:0014. október 2006 14:53|